21:26 - 18/10/2017

Vetrarfríshelgin

Ágætis æfing í dag þrátt fyrir hávaðarok.

Vegna vetrarfrís í skólanum tökum við frí á æfingu á sunnudag.

Mánudagsæfingin verður svo kl. 9-10 á aðalvellinum.
Vitum að margir eru að fara í ferðalag um helgina en við vonum að einhverjir mæti galvaskir og byrji mánudaginn á skemmtilegri æfingu!

10:09 - 14/10/2017

HK á sunnudag

Yngra ár tilbúnir 10:30, búnir 12:00
Eldra ár tilbúnir 11:30, búnir 13:00.

Sjáumst fersk!

12:43 - 10/10/2017

Æfingaleikir við HK

Sunnudaginn 15. október ætlum við að spila æfingaleiki við HK á Valsvelli.

Yngra ár spilar frá 11-12
Eldra ár spilar frá 12-13

Skráning með athugasemd hér fyrir neðan.

Lokum skráningu í hádeginu á föstudag til að geta undirbúið okkur.

20:13 - 02/10/2017

Foreldrafundur fimmtudag 5. okt

Sæl öll,
hinn árlegi haustfundur 6. flokks verður haldinn á fimmtudagskvöldið í Valsheimilinu kl. 19:00.

Gróf dagskrá:
Kynnum þjálfarateymið, förum yfir árið framundan, mönnum geggjað foreldraráð og svo allt annað sem tengist boltanum.

23:28 - 20/08/2017

Flokkaskiptin og vetrartímar

Mánudaginn 21. ágúst kl. 12:50 er síðasta æfing hjá 2007 og 2008 strákunum saman í 6. flokki og af því tilefni ætlar foreldraráðið að splæsa í pizzuveislu. Skráning á það á FB-þræði.

Á þriðjudaginn eru skólasetningar(engin æfing) og kennsla að hefjast skv. stundaskrá á miðvikudag sem er sami dagur og vetrartaflan tekur fullt gildi hjá okkur. Rútuferðir hefjast einnig þá.

Næstu æfingar eftir að skólar hefjast eru sem hér segir:
2007 með 5. flokki á fimmtudag kl. 15:15
2008 sem eldra árs hópur 6. flokks á miðvikudag kl. 15:30

6. flokkur æfir í vetur á eftirfarandi tímum:
mánudaga 14:45-15:45 yngra ár, 15:30-16:30 eldra ár
miðvikudaga 14:45-15:45 yngra ár, 15:30-16:30 eldra ár
sunnudaga 10:30-11:30 saman

Tengill á bloggsíðu 5. flokks
Tengill á FB-hóp 5. flokks

12:58 - 18/08/2017

Hópmynd

23:24 - 13/08/2017

Pollamótsúrslit – 2 lið á þriðjudag

Venjuleg æfingavika – sú síðasta í sumartöflunni.
——
Tvö lið komust áfram í Pollamótinu fyrr í sumar.
Allt fer fram á Hlíðarenda.
Sömu lið og voru síðast – ef það kemst ekki einhver sem er á listanum mjög mikilvægt að láta vita!

Valur C2:
Anton
Egill Eyþórs
Gunnar
Steinar
Birkir
Þráinn Gísla

Mæting 14:15.

Tengill á riðilinn KSÍ.is

Valur D3:
Annel
Atli Hjálmar
Elías
Gunnlaugur
Jóhannes
Theódór
Flóki S

Mæting 14:35.

Tengill á riðilinn á KSÍ.is

23:11 - 04/07/2017

Júlí

Smella fyrir stærri

Æfingaáætlun í júlí hjá okkur.

Tökum smá hvíld í lok júlí, kringum verslunarmannahelgina, bæði strákar og þjálfarar hlaða batteríin og mæta ferskir til leiks beint á þriðjudeginum eftir versló og svo er Króksmótið helgina eftir það.

20:34 - 18/06/2017

Æfingaleikirnir við ÍR – MIKILVÆGT

Góða kvöldið.

Við vorum búnir að gefa út að það yrði spilað á Valsvelli en neyðumst til að færa okkur á ÍR-völlinn í Breiðholtinu. (Tengill á kort). Hvet fólk til að hjálpast að með að koma strákunum upp eftir og bjóða laus sæti hjá sér.

Svona er staðan á leikjunum á morgun. Ef það eru einhverjir sem gleymdu að skrá sig en hafa áhuga á að spila endilega láta okkur vita.

Yngra ár (18 skráðir). Mæting 12:30. Spilað til 14.

Eldra ár (22 skráðir). Mæting 13:30. Spilað til 15.

23:54 - 13/06/2017

Æfingaleikir við ÍR – Skráning

ALLT UM POLLAMÓTIÐ KOMIÐ INN TIL HÆGRI Í VALMYNDINNI

Við ætlum að spila æfingaleiki gegn ÍR-ingum á Valsvelli mánudaginn 19. júní nk. á milli 13 og 15.

Skráning með athugasemd hér í leikina. Þurfum að fá fjölda til að geta skipulagt hvernig við setjum leikina upp.

Lokadagur laugardagskvöld 17. júní til að skrá.